Skilmálar
Pláss í einangrunarstöðina fyrir hunda og kisur eru bókuð í gegnum tölvupóst – moseleinangrun@gmail.com
Hægt er að velja á milli þess að fá kröfu í heimabanka eða gera raðgreiðslusamning við Salt pay. Hægt er að velja hvenær byrjað er að borga (allt að 3 mánuðum eftir samningsgerð) og eins er hægt að skipta greiðslum í allt að 36 mánuði.
Ef innflutningsaðili vill færa sig um holl þarf að panta með lágmark mánaðarfyrirvara (30 dagar) annars mun viðkomandi verða rukkaður um fullt gjald.
Innifalið í verði er akstur frá flugvelli, umhirða, fóður, bað og blástur fyrir útskrift (eitt skipti). Komi upp tilfelli þar sem dýr þarf sérstaka meðhöndlun vegna sýkingar greiðir eigandi það sérstaklega.
Tryggingar. Ekki er hægt að tryggja dýr sérstaklega á meðan á dvöl stendur en við útskrift fær eigandi útfyllt tryggingavottorð sem hann getur farið með til síns tryggingafélags.
Eigendur verða að gera sér grein fyrir áhættunni sem fylgir innflutningi, heimildir eru fyrir því að lengja dvöl dýrsins komi upp grunur um sýkingu eða smitsjúkdóm. Fólk er hvatt til að kynna sér ný lög og reglugerðir varðandi einangrun gæludýra.
Staðfestingargjald er 50.000 kr.
Ath staðfestingargjöld eru ekki endurgreidd komist fólk ekki til landsins af hverskyns orsökum.
Bóki fólk pláss hjá okkur telst það hafa samþykkt þessa skilmála.
Our terms
Booking fee is non refundable
Our terms and conditions.
Too secure your pets room you need to pay a booking fee of 50.000 iskr. Booking fee is non refundable at all times, even though you cannot enter the country due to various reasons. The booking fee is a fee that is claimed for the schedule of the slots, and keeping various institutions and laboratories up to date regarding upcoming importation of your pet.
The fee is deducted from the total amount which is 220.000 iskr for dogs and 110.000 for cats.
To book your stay send us an email to moseleingangrun@gmail.com