top of page
Search
  • Writer's pictureMósel

Næstu komudagar í Móseli

Innkoma 23, 24, 25 Nóvember

Útskrift 9 desember.


Ennþá eru 4 pláss laus !


Við fáum oft spurningu um hvort koma megi með sérfóður fyrir hundana og svarið við því er að sjálfsögðu ! Við mælum einmitt frekar með því að dýrin haldi áfram á sínu fóðri og fari ekki í fóðurskipti ofaní breytt umhverfi. Muna þarf bara að koma með nóg en ekki of mikið þar sem að það sem fer inn í stöð má ekki fara út aftur. Muna þarf einnig að allt sem kemur í búrum með þeim til landsins sem ekki er hægt að sótthreinsa (stál og plast) þarf að farga. Þannig að best er að dýrin ferðist með bæli eða teppi sem lítil verðmæti eru í. En um að gera að koma til okkar teppum,bælum, leikföngum eða öðru sem þið viljið að dýrin séu með hjá sér þann tíma sem þau dvelja hjá okkur en hafa í huga að sama regla gildir, það sem ekki er hægt að sótthreinsa má ekki yfirgefa stöðina.


Góða ferð til Íslands þið sem verðið á ferðinni !


293 views0 comments

Comments


bottom of page