Fóðrun hunda í einangrun hjá okkur.
Flestir hundaeigendur gera sér grein fyrir því álagi sem lagt er á hunda við það að koma til
landsins frá útlöndum. Breyting á heimilisvenjum hundsins, ferðalagið og svo dvölin í
einangrunarstöð eru allt þættir sem hafa töluverð íþyngjandi áhrif á heilsu hundsins og líðan
hans. Mikilvægt er að skoða hvernig hægt er að minnka líkur á meltingarfæratengdum
vandamálum, sem eru algengustu vandamálin tengd þessum tíma, og velja fóður sem
endurspeglar þörfina sem er til staðar á þessu krefjandi tímabili.
Breytingar á fóðurvenjum bætast ofan á það álag sem er tilkomið vegna breytinga á
heimilisvenjum og vegna ferðalagsins. Því er mikilvægt að hafa sem fæstar breytingar á
fóðruninni og minnka eins mikið og hægt er allt hringl með fóðrið.
Ef hundur hefur þrifist vel á fóðri hjá eiganda erlendis þá er upplagt að halda því áfram á
meðan einangrun stendur, ef það fóður er á annað borð í boði hér á landi. Möguleikinn er
þó til staðar að fóðurtegundin sem notuð var erlendis sé ekki í boði hér á landi eða að nýr
eigandi vilji einfaldlega breyta um fóður. Ef svo er þá þarf að velja fóður sem minnkar
möguleikann á vandamálum í meltingarvegi og velja fóður sem tekur tillit til álagsins sem
hundurinn verður fyrir á þessu mikla ferðalagi til nýrra eigenda.
Við hjá Einangrunarstöðinni Mósel höfum ákveðið að bjóða upp á fóður frá Royal Canin. Að
sjálfsögðu mega viðskiptavinir koma með sitt eigið fóður en ef viðskiptavinir óska ekki eftir
því getum við fullvissað þá um að fóðrið sem við notum frá Royal Canin hefur frábæra
næringu og eiginleika til þess að aðstoða hundana við að líða vel, braggast og byggja sig upp
á meðan dvölinni hjá okkur stendur.
Fyrir alla fullorðna hunda af miðlungsstærð og stærri notum við Sporting Life Energy
Endurance 4800 en fyrir aðra hunda, hvolpa og minni stærðir, þá notum við fóður frá Royal
Canin sem hentar þeim hundum og hvolpum best. Ef um er að ræða vandmál við komu þá
leitum við ráða hjá dýralækninum okkar og notum í kjölfarið dýralæknafóður frá Royal Canin
sem sérstaklega er hannað fyrir hvern þann veikleika sem til staðar er í hundinum.
Af hverju notum við Sporting Life Energy Endurance 4800 fóðrið?
Þetta fóður er hannað fyrir vinnuhunda sem eru í mikilli vinnu og undir stöðugu andlegu og
líkamlegu álagi. Hundarnir þurfa mikla og góða orku sem fullnægir þörfum þeirra undir
þessum krefjandi aðstæðum, aðstæður sem um margt minna á aðstæðurnar sem geta
skapast þegar hundar flytjast búferlum til Íslands.
Um fóðrið
Þurrfóður sem inniheldur mikið magn fitusýra sem gefa aukna orku og úthald undir stöðugu
álagi.
Auðmeltanlegt
Fóður ríkt af auðmeltanlegum próteinum (LIP) og fitu. Trefjar og góðgerlar (MOS) til þess að
styðja við meltingu undir álagi.
Fitusýrusamsetningin í fóðrinu er með þeim hætti að hundurinn þarf ekki að eyða mikilli
orku né fyrirhöfn (blóðflæði til meltingarvegar) við að melta kúlurnar þar sem um er að
ræða miðlungs stuttar fitusýrur sem krefjast ekki mikillar orku til niðurbrots og flutnings frá
meltingarvegi yfir í blóðið (e. passive diffusion).
Vöðvar
Stuðlar að auknu súrefnisflæði til vöðva og viðheldur vöðvamassa með háu próteinhlutfalli.
Andoxunarefni
Blanda andoxunarefna sem hlutleysa sindurefni sem verða til undir auknu álagi líkamans og
minnka þannig skaðleg áhrif þeirra á líkamann.
Kærar kveðjur,
Kiddi og Birna
Comments