top of page
Search

Bókanir

Writer: MóselMósel

Margir hafa lesið síðustu færslu frá okkur og sendu okkur línu til að láta okkur vita af ferðaáætlununum sínum. Staðan er þannig að nú eru eftir 2 pláss í seinna hollið í júní fyrir hunda ! Það er því mjög mikilvægt að fólk sendi okkur línu ætli það sér að bóka hjá okkur pláss. Minni á að fullt er fyrir kisur í það sama holl.


Margir eru að bíða eftir 15 júní en þá verður ferðatakmörkunum til Íslands létt og aðrar nágrannaþjóðir eru í svipuðum hugleiðingum. Vissulega er erfitt að bóka hjá okkur þegar ekki er vitað um eða hægt að bóka flugfar en ég minni á það enn og aftur að vera í sambandi við okkur svo við getum haft yfirsýn yfir þetta. Þetta er því alltsaman samvinna og við gerum okkar besta til að koma öllum heim en minnum á að þeir sem áttu bókað og hafa greitt staðfestingargjöld ganga fyrir <3


Kv

Fararstjóri

Mósels

 
 
 

Comments


  • Facebook

©2020 by Mósel. Proudly created with Wix.com

bottom of page