AlicjaZmyslowska-3350_edited.jpg

Jóhanna Magg

Hundaþjálfari

Canine trainer and behaviour specialist

Contact me
 

Þjónustan

What I Offer You and Your dog

Playing Catch

Einkatímar og Ráðgjöf

Personalized and Professional consultation

Golden Dog

Mánaðarþjálfun

Hands on training

Dog Running

Námskeið og Fyrirlestrar

Courses and online training

Black Dog

Vinnuhundar

Working dogs

fullsizeoutput_136.jpeg

Þjónustuhundar

Service dog training

fullsizeoutput_16c.jpeg

Mósel Einangrunarstöð

Quaranteen before entering Iceland

 
119388173_675812709707296_29492580372065

Diplómanám í hundaþjálfun

Að skilja hvernig hundar læra

Nám sem kennir sálfræðina á bak við það hvernig hundar læra og hvernig við nýtum okkur það í þjálfun. Fjarnám og staðarnám í lotum þar sem nemendur fá bóklega og verklega kennslu frá reyndum hundaþjálfurum sem hafa sérhæft sig í hinum ýmsu greinum hundaþjálfunar.
Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja auka skilning sinn á hundaþjálfun og leggja grunn að starfsframa í greininni.

Sporhundar

Leitarhundar

Skyndihjálp hunda

öryggistök

Þjónustuhundar

Hvernig hundar læra

*Inntökuskilyrði og upphaf náms auglýst síðar

 
AlicjaZmyslowska-3989_edited_edited.jpg

“Until one has loved an animal a part of one’s soul remains unawakened”

Anatole France

 
 
Mynd - ferilskrá.jpg

Um mig

About me


Ég heiti Jóhanna Þorbjörg og er Magnúsdóttir. Ég á ættir að rekja til Eyrarbakka og Árnessýslu en alin upp í Skagafirði og hef því alltaf kallað mig Skagfirðing. 

Ég er lögreglumaður að mennt og hef starfað við það með hléum frá árinu 2007.

Ég er einnig menntaður sjúkraflutningamður, hef starfað sem slökkviliðsmaður og einnig starfað sem Neyðarvörður hjá Neyðarlínunni 112 þar sem ég lauk diplómu í Neyðarsímsvörun.

Ég hef því orðið víðtæka reynslu á sviði útkallsmála hjá atvinnuliðum en jafnframt hef ég starfað sem einn af mörgum sjálfboðaliðum hjá Landsbjörgu, lengst af með Björgunarhundasveit Íslands. Þar var ég við þjálfun hunda frá árinu 2005. Sú reynsla er mér ómetanleg. Morris sem var minn vinnufélagi í björgunarsveitinni frá árinu 2006. Hann féll frá í júlí 2019 saddur lífdaga og tilbúinn að kveðja.

Það var í nóvember 2014 að ég tók ákvörðun um að fara í nám til Bandaríkjanna til að læra hundaþjálfun og taka hundaþjálfararéttindin. Ég hélt til Austin Texas í endan Desember 2014 og útskrifaðist svo þaðan í byrjun apríl 2015 sem Canine trainer and behavior specialist.

Í náminu var farið ítarlega í atferli hunda og hvernig þeir læra, vísindamennina á bakvið aðferðirnar og mismunandi þjálfunaraðferðir svo eitthvað sé nefnt. Annað sem var kennt var meðal annars , almenn grunnhlýðni, “house manners” eða bara mannasiði eins og ég kalla það, klikkerþjálfun, framkvæmd skapgerðamats á hvolpum og fullorðnum hundum, hvernig aðstoðar maður einstaklinga/fjölskyldur við val á hundi, hundasnyrting, skyndihjálp og helstu sjúkdómar, hvolpauppeldi, aðskilnaðarkvíði, hundafiimi, mismunandi búnaður til þjálfunar á hundum, keppnishlýðni, bitvinna, fíkniefnaleit, leit og björgun, þjónustuhundar, lögregluhundar og “nosework” en nosework mætti útleggjast sem þefvinna á góðri íslensku. Þetta er þó ekki tæmandi listi á því sem farið var í en námið var mjög yfirgripsmikið og mjög krefjandi.

Mikil áhersla var lögð á vandamálahunda í náminu. En hundarnir í skólanum komu flestir frá athvörfum og áttu sögu um að hafa bitið fólk, aðra hunda og jafnvel drepið aðra hunda. Þeir komu úr öllum áttum, voru af mismunandi tegundum og komu í öllum litum. En allir áttu þeir það sameiginlegt að þeir kenndu mér mikið og ég er þeim afskaplega þakklát reynslunni.

Það er í raun þannig að mér finnst hundar algerlega ómetanlegur hluti af lífinu. Ég er líka baráttumanneskja fyrir bættri hundamenningu á Íslandi en þar þurfum við öll sem eigum hunda að taka þátt saman. Góður og vel upp alinn hundur er góður félagsskapur og hefur jákvæð áhrif á sitt nærumhverfi og margar rannsóknir hafa sýnt fram á ótvíræða kosti þess að hafa hund sér við hlið. Það er því til mikils að vinna að eiga góðan og vel upp alinn hund. En til þess þarf eigandi að leggja metnað og vinnu í hundinn strax frá byrjun. Það að eiga vel upp alinn hund krefst vinnu og skuldbinginar alla ævi hundsins og vel þjálfaður hundur er heilbrigð sál í hraustum líkama.

Get in Touch
 

Hanz

Hefur þú grun um myglu í husnæðinu ?

Hanz er fyrsti og eini vottaði hundurinn á Íslandi sem er þjálfaður til að finna myglu í húsum.

71746539_10156178305957693_7436653194903

Mygluleit

Mygla eða rakaskemmdir í húsnæði getur valdið verulegum óþægindum fyrir fólk. Að finna rót vandans getur verið vandasamt þar sem rakaskemmdir geta verið ósýnilegar. Hanz hefur sannað gildið sitt svo um munar þegar kemur að því að staðsetja leynda myglu. 


Hanz hefur hlotið vottun frá þýsku umhverfissamtökunum og hefur gilt starfsleyfi í 2 ár eða til september 2021.


Til að bóka skoðun eða fá frekari upplýsingar hafðu samband í tölvupósti eða hringdu í Mannvit verkfræðistofu sem er samstarfsaðili.

Umfjöllun um Hanz

This is your Service Description. Use this space to explain this service in more detail.

1162017.jpg
53066234_10155756810647693_4352910223048

Heilsa

Heilsan okkar er það eina sem við höfum og það sama gildir um dýrin okkar. Reynslan hér og erlendis hjá þeim hundum sem starfa við leit að myglu er sú að þeir verða ekki fyrir slæmum áhrifum vegna þess. Það breytir því ekki að vel er fylgst með og er enginn afsláttur gefinn af heilsufarskröfum. Hanza er kennt að leita í gegnum leik og það skemmtilegasta sem hann gerir er að sinna verkbeiðnum sem okkur berast.